top of page

Ólöf Ingólfsdóttir

Markþjálfi

​Ólöf lauk grunnnámi í markþjálfun hjá Evolvia í desember 2022 og framhaldsnámi á sama stað í desember 2023. Eftir að hafa sjálf þegið markþjálfun á tímamótum í sínu lífi, sá hún hvað þessi aðferð reynist vel við slíkar aðstæður. Námið sannfærði Ólöfu enn frekar um gagnsemi markþjálfunar til að stilla fókusinn og fá nýja sýn á stór og smá verkefni sem mæta okkur í lífinu. Auk markþjálfunar með einstaklingssamtölum beitir hún aðferðum markþjálfunar á sérhönnuðum námskeiðum fyrir litla hópa. Ólöf er félagi í International Coaching Federation (ICF), starfar samkvæmt siðareglum þess og hefur hlotið ACC (Associate Certified Coach) vottun.

Listakona

​Ólöf er með lokapróf í myndlist (MHÍ 1987), dansi og kóreógrafíu (EDDC, Hollandi 1993) og klassískum einsöng (SSD 2021, burtfararpróf). Einnig er hún með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun (HÍ 2016). Ólöf starfaði um 20 ára skeið við dans og leikhús og samdi á þeim tíma fjölmörg sviðsverk. Hún hefur einnig haldið einsöngstónleika, gert útvarpsþætti og gefið út bók. Nánar má kynna sér listræn störf Ólafar á síðunni olofingolfsdottir.com.

Menningarmiðlari 

Ólöf hefur fjölbreytta starfsreynslu í farteskinu. Hún kenndi um árabil við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, aðallega á leikarabraut. Ólöf er stofnfélagi í Dansverkstæðinu - vinnustofum fyrir danshöfunda og vann þar við daglegan rekstur og erlend samstarfsverkefni. Ólöf hefur hlotið þjálfun í endurgjöf í skapandi ferli (Critical Response Process) og hafa margir sviðslistahópar notið góðs af þessari aðferð í vinnu sinni. 

Ólöf Ingólfsdóttir markþjálfi og listakona

© Margrét Takyar

bottom of page