Hvað viltu rækta í þínu lífi?
Endurgjöf
Aðferð Liz Lerman
Hvaða leiðir eru færar til að endurgjöf í listrænu ferli nýtist listamanninum sem best? Bandaríski danshöfundurinn Liz Lerman velti þessu fyrir sér og þróaði í kjölfarið aðferð sem hún nefnir Critical Response Process (CRP) eða ferli gagnrýninnar svörunar. Markmiðið með þessari aðferð er að listamaðurinn sé við stjórnvölinn í gegnum endurgjafarferlið og fái gagnlega speglun á verk í vinnslu, sem hvetur til áframhaldandi sköpunar í gleði og orku. Aðferðin var þróuð með þarfir danshöfunda í huga, en nýtist vel í hvers kyns skapandi ferli.
Ólöf Ingólfsdóttir hlaut þjálfun í CRP árið 2011. Hún hefur aðstoðað marga listhópa í sínu sköpunarferli með þessari aðferð. Það hefur komið fólki á óvart hversu snemma í ferlinu er hægt að fá fram mjög gagnlegar upplýsingar um verkið og áhrif þess. Þegar um langt sköpunarferli er að ræða er gott að skipuleggja tvær eða fleiri heimsóknir. Listamaðurinn ákveður hvort hann vill sýna allt verkið eða valda búta. Hann býður nokkrum áhorfendum að sjá það sem hann vill sýna og taka þátt í endurgjafarferli (CRP) strax á eftir. Ólöf heldur utanum allt ferlið og styður bæði áhorfendur og listamanninn svo ferlið sé gagnlegt og ánægjulegt fyrir alla.
Bókanir
Ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka tíma er best að byrja á því að senda póst á olof@alltafnog.com. Tölum saman.