top of page

Hvað viltu rækta í þínu lífi?

Markþjálfun

 

Hvað er markþjálfun?

 

Stendur þú á krossgötum? Er eitthvað í þínu lífi sem þig langar til að breyta, eða að minnsta kosti skoða? Langar þig að gera þér betur grein fyrir löngunum þínum og þrám? Viltu nýta hæfileika þína og þekkingu betur? Þarftu aðferðir til að ná utanum allt sem er í gangi í þínu lífi? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn er markþjálfun kannski eitthvað fyrir þig.

Markþjálfun er ferli þar sem markþjálfi hjálpar marksækjanda að skilgreina og vinna að faglegum eða persónulegum markmiðum. Aðferðin byggir á þeirri vissu að hver og einn er sérfræðingur í sínu lífi og að við vitum best sjálf hvaða leið við viljum fara í lífinu. Markþjálfun er ekki ráðgjöf, heldur samtal þar sem markþjálfinn leiðir fram svörin hið innra með hnitmiðuðum spurningum og speglun. Ýmsan fróðleik um markþjálfun má nálgast hér.

 

Hvernig fer markþjálfun fram?

Markþjálfun er samtalsform og fer fram sem tveggja manna tal markþjálfa og marksækjanda. Marksækjandi velur umræðuefnið, sem getur verið stórt eða smátt. Margvísleg tímamót mæta okkur í lífinu og þá getur verið gott að fá aðstoð við að finna hvar hjartað slær. Hvaða áherslur viljum við nú setja í forgang?

Ef ekki eru tök á að hittast í eigin persónu er hægt að markþjálfa í gegnum fjarfundabúnað. Hópar geta líka nýtt sér markþjálfun til að skilgreina sín markmið og finna saman leiðina til að vinna að þeim.​

Ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka tíma er best að byrja á því að senda póst á olof@alltafnog.com. Tölum saman.

Hvernig getur þú blómstrað í lífi og starfi?

Markþjálfunin hjá Ólöfu var frábær reynsla fyrir mig. Ég var á krossgötum og vantaði að koma skipulagi á áhugamál mitt og sjá möguleikann í því að stækka hlutdeild þess í lífi mínu. Ólöf hjálpaði mér að skipuleggja það á markvissan hátt. Núna stjórna ég tíma mínum betur, veit hvaða tól og tæki virka fyrir mig. Ég er ánægð með árangurinn og hvernig markþjálfunin hefur haft jákvæð áhrif á líf mitt.

 

Ósk Ebenesersdóttir, desember 2023

Mér kom ekki á óvart þegar Ólöf Ingólfsdóttir gerðist markþjálfi. Hún bjó að mikilli starfsreynslu og hafði komið víða við sem dansari, söngvari, myndlistarkona og skáld. Ég leitaði til hennar um hjálp til að setja mér ný og hærri markmið. Og viti menn! Eftir örfáa tíma hjá henni var ég komin á nýjan og betri stað og sá framtíðina í nýju ljósi. Hún benti mér á vegi og vegleysur sem ég vissi ekki að væru til, á faglegan og ljúfan hátt. Takk fyrir leiðsögnina. Hún gaf mér kompás og landakort. Það kemur svo í minn hlut að marka stefnuna og halda henni.

Jóhanna V. Þórhallsdóttir, janúar 2024

Ég ákvað við upphaf árs 2023 að láta gamlan draum rætast og gefa sjálfri mér markþjálfun í nýársgjöf. Vissi ekki alveg við hverju mætti búast en það verður að segjast að þessir tímar með Ólöfu voru alveg magnaðir og hjálpuðu mér að finna allskonar fókus sem ég var búin að týna. Ég sáði með hjálp hennar  ýmsum fræjum sem sum spíruðu strax en önnur þurftu lengri tíma og eru að láta á sér kræla núna. Ólöf er einstakur hlustandi og er bæði afbragðs greinandi og styðjandi svo að áður en ég vissi af var ég farin að kafa djúpt í ýmis mál sem ég vissi ekki einu sinni að stæðu mér fyrir þrifum í að ná markmiðum mínum. Ég ætla að gefa mér aftur svona pakka fyrir 2024. Auðvitað með Ólöfu. 

 

Brynhildur Björnsdóttir, desember 2023

bottom of page